Námsefni

Markmið verkefnisins Engaging Rural Youth (ENGAGE) er að veita ungmennum (12-14 ára) í dreifbýli, í fjórum Evrópulöndum, nauðsynlega þekkingu, leikni og hæfni til að taka virkan þátt í framtíðarákvarðanatöku í samfélögum sínum og stuðla þroskandi þátttöku í framkvæmd ýmissa aðgerða sem tengjast samfélags- og byggðaþróun.

ENGAGE námskráin er kennslufræðilegur rammi fyrir fjögurra vikna þjálfunarnámskeið (fjórir námsþættir, hver vika í senn) þar sem þátttakendur munu ræða efni sem tengjast samfélagsþróun og endurlífgun og sjálfbærni dreifbýlissamfélaga. Þeir munu síðan, bæði einstaklingslega, og í hópum, þróa nýstárlegar hugmyndir að lausnum til að styrkja heimabyggð sína. Hugmyndirnar verða kynntar á opnum fundum og fyrir hagsmunaaðilum sveitarfélaga við lok námskeiðs. Að loknum kynningum munu stjórnvöld á viðkomandi stað, og eða aðrir hagsmunaaðilar samfélagsins, velja hugmyndir  að lausnum til að þróa frekar eða framkvæma beint í samfélaginu.

ENGAGE námskráin er rammi fyrir útfærslu og kennslu ENGAGE þjálfunarnámskeiðsins. Í námskránni er að finna skilgreiningu á markmiðum námskeiðsins, hæfniviðmiðum, þemum, samhengi, skipulagi og mati á árangri. Námsefnið er opið menntaúrræði sem hægt er að nota í  grunnskólum og af kennurum utan ENGAGE samstarfsins, fyrir mismunandi aldurshópa og í ólíkum löndum um alla Evrópu.