Mát 2

2. Skilgreining áskorunar/vandamáls og hugarflug um hugmyndir að lausn

Kennslustundir3-5
Námsgreinar Náttúru- og samfélagsgreinar, listir, tungumál, saga og stærðfræði
ViðfangsefniUpplýsingaöflun og þróun verkefnahugmynda

Lýsing námsþáttar

Markmið þessa námsþáttar er að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á eigin nærsamfélagi, efli samskiptahæfni, beiti ólíkum aðferðum við að safna og greina upplýsingar um samfélag sitt og afla upplýsinga hjá hagsmunaaðilum í samfélaginu með það að markmiði að þróa hugmynd að samfélagsverkefni eða breytingu.

Lýsingar á hæfniviðmiðum námsþáttar

þátttakendur skulu hafa öðlast þekkingu á:
 • því hvernig nærsamfélagið þeirra virkar – stjórnfyrirkomulag, þjónusta og áskoranir og vandamál sem þarf og hægt væri að leysa;
 • ferlinu á bak við góða ákvarðanatöku og hvernig hugmyndir verða til og hægt er að þróa þær  áfram;
 • aðferðum við að safna og rýna upplýsingar og gögn með gagnrýnum hætti;
 • öflum sem knýja áfram og/eða takmarka breytingar í nærsamfélagi (hagsmunaaðilar).
þátttakendur munu öðlast færni í:
 • að nýta ólíka upplýsingatækni og rafræn verkfæri;
 • að safna upplýsingum og gögnum og greina með gagnrýnum hætti;
 • að undirbúa og taka viðtöl við hagsmunaaðila í eigin nærsamfélagi;
 • mynda og þróa sína eigin skoðun (nota innsæi, rannsaka, fá endurgjöf, og vera opin fyrir breytingum);
 • að bera kennsl á hvaða kraftar knýja áfram og takmarka breytingar (Force Field Analysis)
 • samskiptum, s.s. hvernig á að setja fram spurningar þannig að þær séu skýrar og skiljist vel, hvernig á að hlusta, hvernig á að skrifa svör niður eða skjalfesta á annan hátt.
hæfni þátttakenda til að beita þekkingu sinni og færni til að:
 • þróa hugmynd að lausn á áskorun eða vandamáli í nærsamfélagi.
 • taka á móti upplýsingum, greina og beita endurgjöf til að þróa hugmynd að lausn áfram.
 • kynna hugmyndir sínar á ólíku formi (ritgerðir, myndbönd, hljóðvarp, powerpoint, frásögn).

Kennsluáætlanir og vinnublöð


Aftur til „ENGAGE EININGAR“