ENGAGE einingar

ENGAGE þjálfunarnámskeiðið er hannað sem fjórir námsþættir sem eru kenndir eru hver fyrir sig í vikulegum einingar, hver með 3-4 lotum (hver 40-60 mínútur að lengd). Innan hvers námsþáttar eru fjölmargar og ólíkar kennsluáætlanir sem hægt er að nota í hverum námsþætti.  Kennarar geta þannig sett saman einstaka námskrá fyrir kennslu á ENGAGE námskeiðinu og blandað saman kennslufræðilegum nálgunum.

Lengd námskeiðs (4 vikur) og tími (fjöldi námslota) er aðeins sett fram til viðmiðunar. Kennari getur þannig ákveðið að innleiða námskeiðið á styttri eða lengri tíma eða nota fleiri kennslustundir en áætlaðar eru í námskrá.   

1. Í fyrsta námsþætti ífer fram kynning og umræður innan bekkjar/tiltekins hóps nemenda um tilgreind þemu og lykilhugtök til að efla þekkingu og skilning þátttakenda við undirbúning að þróun eigin lausna á áskorun eða vandamáli í nærsamfélagi. Þó að hver kennari/bekkur nemenda geti sjálfur ákveðið hvaða viðfangsefni/þemu þeir muni einbeita sér að, þá er gert ráð fyrir að allir skólar sem taka þátt að einbeiti sér að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, hugmyndina á bak við þau og merkingu sem og hugsanleg áhrif þeirra á samfélög og einstaklinga. Sömuleiðis er hægt að vinna verkefni með nemendum sem snúa að því að örva sköpunarkraft og frumkvöðlahugsun.

2. Í námsþætti tvö rýna einstaklingar fyrst hver fyrir sig hver hvaða áskoranir/vandamál eru í nærsamfélagi sem þeim finnst brýnt að leysa.  Í framhaldinu skoða nemendur hver fyrir sig eða saman í tveggja manna hópum tiltekna áskorun/vandamál enn dýpra. Nemendur eru hvattir til að eiga samskipti við hagsmunaaðila innan nærsamfélagsins við að skilgreina áskorunina og þróa mjög grófa hugmynd að mögulegri lausn sem mætir raunverulegum þörfum tiltekinna hópa (notenda) og aðstæðum þeirra innan nærsamfélags. Nemendur munu síðan kynna áskorunina og hugmynd sína að lausn fyrir bekknum sínum með því að nota mismunandi upplýsingatækni og frásagnarleiðir eins og powerpoint, myndbönd, ritgerðir, söguaðferð, frásagnir o.fl.

3. Í námsþætti þrjú velja nemendur  3-5 áskoranir og hugmyndir að lausnum til að vinna í 4-5 hópum, helst með þátttöku hagsmunaaðila í nærsamfélagi. Hópar munu síðan vinna með og þróa þessar hugmyndir í raunhæfar lausnir sem þeir munu í námsþætti 4 kynna fyrir hagsmunaaðilum og kjörnum fulltrúum innan nærsamfélags. Hópverkefni fela í sér vinnu að raunhæfri lausn á áskorunum/vandamálum sem tiltekið samfélag (það sem nemendur búa í eða héraðinu) stendur frammi fyrir og ætti að vera hægt að hrinda í framkvæmd án verulegs kostnaðar fyrir samfélagið.

4. Í námsþætti fjögur munu nemendur, áfram í sömu hópum, kynna lausninar sem þeir komu fram með í námsþætti 2 og unnu áfram með í námsþætti 3. Kennarar hafa einnig val um að ræða við og kynna nemendur fyrir stjórnsýslu og ákvarðanatöku í nærsamfélagi og mikilvægi þess að ungt fólk hafi áhrif og að á það sé hlustað.  Þannig er gert ráð fyrir að nemendur nemendur og kennarar þeirra skipuleggi og standi fyrir opinberum viðburði þar sem niðurstöður hópavinnunnar eru kynntar fyrir hagsmunaaðilum og kjörnum fulltrúum. Viðburðurinn verður opinn öllum í samfélaginu. Gert er ráð fyrir að valin verði að minnsta kosti ein lausn sem hagsmunaaðilar/kjörnir fulltrúar vilja sjá að verði að veruleika í nærsamfélaginu og eru tilbúnir til að styðja við innleiðingu á. „Vinningsstillagan“ verður einnig kynnt í ungmennaráði/stjórn innan hvers skóla að loknu námskeiði.


ENGAGE námskeiðið byggir á því að nota samvinnu- og þátttökumiðaðar aðferðir við innleiðingu, gefa nemendum tækifæri til að hafa áhrif á framvindu námskeiðsins og koma með tillögu að breytingum ef þarf.  Í forgrunni er sjálfbær uppbygging nærsamfélags.  Þannig eiga nemendur að horfa til þróun lausna við áskorunum/vandamálum sem í dag hindra sjálfbæra þróun, sjálfbærni og sjálfbæran lífsstíl samanber Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. ENGAGE er náms- og nýsköpunarferli þar sem allir hlutaðeigandi aðilar, þar með talið ungt fólk í sveitarfélögunum verða fyrir áhrifum, taka þátt í ákvarðanatöku um þróun samfélagsins, almannagæða og þjónustu.

Hægt er að sameina námsefnið við kennslu í kjarnanámsgreinum eins og náttúru- og samfélagsfræði, myndlist, tungumálum, sögu og stærðfræði.Hægt er að sameina námsefnið við kennslu í kjarnanámsgreinum eins og náttúru- og samfélagsfræði, myndlist, tungumálum, sögu og stærðfræði.

Hver skóli mun vinna með sum eða öll eftirfarandi þemu á 4 vikna námskeiðinu. Þar á meðal eru:

  • Sjálfbærni;
  • Nýsköpun og frumkvöðlastarf; 
  • Umhverfismál;
  • Fjölmenning og borgaravitund; 
  • Sköpun, menningararfur og listir; 
  • Vellíðan, sjálfræði og sjálfsvitund; 
  • Lýðræðisleg þátttaka, mannréttindi, samskipti og tjáning eigin skoðana og hugmynda;
  • Atvinnulífshæfni og atvinna.