Mát 1

1. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, áskoranir í nærsamfélagi og frumkvöðlahugsun

Kennslustundir3-4
Námsgreinar Náttúru- og samfélagsfræði, listir, tungumál, saga og stærðfræði
ViðfangsefniSamfélagið okkar, sjálfbærni, Heimsmarkmið Sþ, frumkvöðlahugsun, styrkleikar, gildi og viðhorf einstaklinga

Lýsing námsþáttar

Markmið þessa námsþáttar er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á ólíkum viðfangsefnum/þemum sem tengjast rekstri/starfsemi eigin sveitarfélags (efnahag, sögu, menningu, stjórnskipulagi), á hugtökunum sjálfbærni, sjálfbær þróun og sjálfbær lífsstíl og hvernig Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eiga við um þeirra eigin líf og þróun nær samfélaga þeirra. Önnur efni/þemu sem fjallað er um tengjast merkingu þess að vera virkur borgari í lýðræðissamfélagi (borgaravitund), sköpunarkraftur og frumkvöðlahugsun.

Lýsingar á hæfniviðmiðum námsþáttar

þátttakendur munu öðlast þekkingu á:þátttakendur munu öðlast þekkingu á:
 • nærsamfélaginu sem þeir búa í, hvers konar þjónusta þar er í boði, hvers konar fyrirtæki og félög eru starfandi á svæðinu og hvernig ákvarðanir eru teknar (sveitarstjórn);
 • hugtökum um sjálfbærni, sjálfbæra þróun og sjálfbæran lífsstíl og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með áherslu á hvernig hægt er að heimfæra þau á nærsamfélagið;
 • náttúruauðlindir á staðnum, nýtingu þeirra og mikilvægi fyrir staðbundnar atvinnugreinar og samfélagsþjónustu,
 • nálganir og aðferðir við að kanna eigin styrkleika,viðhorf og gildi;
 • ólíkriupplýsingatækni og margmiðlunartækni til að miðla og kynna hugmyndir/verkefni
þátttakendur munu öðlast færni í:
 • að bera kennsl og skilgreina eigin áskoranir og áskoranir/vandamál í nærsamfélagi sem tengjast Heimsmarkmiðum Sþ;
 • að nota ólíka upplýsingatækni og margmiðlunaraðferðir til upplýsingaöflunar og til að kynna hugmyndir/verkefni;
 • að beita hugmyndafræði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á staðbundnar aðstæður, áskoranir og málefni;
 • Virkri hlustun og teymisvinnu;
 • að nýta eigin sköpunarkraft.
hæfni þátttakenda til að beita þekkingu sinni og færni til að:
 • beita og aðlaga heimsmarkmið Sþ að staðbundnum samfélögum og eigin lífi;
 • velja þema/viðfangsefni/áskorun/vandamál til að rannsaka;
 • velja og aðferðir til að safna og greina upplýsingar;
 • greina frá eða setja fram áskorun/vandamál og hugmynd að mögulegri lausn.

Viðbót og ítarlegri lýsingum verður bætt við í samræmi við valin markmið eins og heilsu og vellíðan, jafnrétti kynjanna, ábyrga neyslu og framleiðslu o.fl.

Kennsluáætlanir og vinnublöð


Aftur til „ENGAGE EININGAR“