Mát 3

3. Þróun hugmynda að lausn á áskorun/vandamáli í nærsamfélagi

Kennslustundir4-8
Námsgreinar Náttúru- og samfélagsgreinar, listir, tungumál, saga og stærðfræði
ViðfangsefniVinnustofa og hópavinna, samskipti við hagsmunaaðila og þróun valinna verkefnahugmynda

Lýsing á námsþætti

Markmið þessa námsþáttar er að þróa raunhæfa lausn á skilgreindri áskorun/vandamáli í nærsamfélagi.  Það felur í sér skipulagningu á hugmyndasmiðju þar sem nemendur læra að hlusta á og leggja mat á hugmyndir samnemenda, skipuleggja atkvæðagreiðslu á milli framkominna verkefna/hugmynda og þróa síðan saman í hópum hugmynd að tiltekinni lausn. Nemendur munu einnig fá innsýn í ákvörðunartökuferli innan sveitarfélags (sjá nánar í námsþætti 4). Þetta ferli er undirbúningur fyrir það  að kynna valdar hugmyndir  að lausnum fyrir hagsmunaaðilum og kjörnum fulltrúum í nærsamfélagi (fjórði námsþáttur).

Lýsingar á hæfniviðmiðum námsþáttar

þátttakendur skulu hafa öðlast þekkingu á:
  • ólíkum áskorunum/vandamálum í nærsamfélaginu sem þeir búa í;
  • aðferðum við að þróa lausnir við þeim áskorunum/vandamálum;
  • lýðræði í nærsamfélagi og þátttöku almennings í ákvarðanatöku;
  • einstaklings- og hópavinnu við mótun og þróun hugmynda að lausn á áskorun/vandamáli.
þátttakendur munu öðlast færni í:
  • að beita gagnrýninni hugsun við rýni á upplýsingum og gögnum og færa rök fyrir skoðunum sínum;
  • virkri hlustun og uppbyggjandi endurgjöf til samnemenda;
  • að vinna saman í hópi; 
  • að velja og beita upplýsingatækni og margmiðlunaraðferðum við gagnaöflun og kynningu hugmynda;
  • að beita ólíkum aðferðum/leiðum við að útfæra lausn á áskorun/vandamáli.
hæfni þátttakenda til að beita þekkingu sinni og færni til að:
  • ræða og rökstyðja þær tillögur sem þeir leggja fram;
  • vinna í teymi að því að þróa hugmyndir/verkefni sem miða að því að leysa samfélagsmál eða (flókna) áskorun;
  • notamismunandi upplýsingatækni og margmiðlunartækni við gagnaöflun og framsetningu/kynningu hugmynda.

Kennsluáætlanir og vinnublöð


Aftur til „ENGAGE EININGAR“