Mát 4

4. ENGAGE Undirbúningur og kynning á hugmynd að lausn fyrir hagsmunaaðilum í nærsamfélagi

Kennslustundir3-6
Námsgreinar Náttúru- og samfélagsfræð, listir, tungumál, saga og stærðfræði
ViðfangsefniUndirbúa kynningar og kynna hugmyndir að lausnum fyrir hagsmuna- og ákvörðunartökuaðilum í samfélagi

Lýsing á námsþætti

Markmið þessa námsþáttar er að auka þekkingu og skilning þátttakenda á mikilvægi þess að hafa rödd/láta í ljósi skoðanir sínar í nærsamfélagi og hvernig ákvarðanataka í lýðræðissamfélagi á að virka.  Þátttakendur öðlast einnig færni í að koma hugmyndum sínum að lausnum á áskorunum á framfæri við hagsmunaaðila og kjörna fulltrúa í gegnum kynningar eða annað form.  Þetta getur m.a. falið í sér ungmennaþing með þátttöku hagsmunaaðila og kjörinna fulltrúa.

Lýsingar á hæfniviðmiðum námsþáttar

þátttakendur skulu hafa öðlast þekkingu á:
  • hlutverki ólíkra hagsmunaðila, stofnana og annarra sem fara með ákvörðunarvald í nærsamfélagi, mikilvægi aðkomu ólíkra þátttakenda í samfélagi í stefnumörkun og þátttöku almennings í ákvörðunartöku;
  • ólíkum aðferðum við kynningu á hugmynd að lausn, með eða án notkunar upplýsingatækni;
  • fyrirkomulagi lýðræðis og ákvarðanatöku og leiðir fyrir almenning til að taka þátt í ákvörðunum í nærsamfélagi.
þátttakendur munu öðlast færni í:
  • að vinna í hópum og byggja upp og þróa styrkleika sína í samskiptum og samvinnu við aðra;
  • að koma fram og vera talsmaður viðfangsefnis (hugmynda) fyrir hagsmunaaðilum og kjörnum fulltrúum;
  • að beita ólíkum leiðum til að tryggja að rödd þeirra heyrist í samfélagi/hafa áhrif á samfélagsumræðu/ákvarðanatöku.
hæfni þátttakenda til að beita þekkingu sinni og færni til að:
  • eiga gagnvirk og árangursrík samskipti og rökstyðja eigin skoðanir;
  • kynna og færa rök fyrir hugmyndum og nota til þess eigin styrkleika;
  • nota ólíka upplýsingartækni og margmiðlunaraðferðir til að kynna hugmyndir;
  • taka þátt í ákvarðanatökuferli innan nærsamfélags.

Kennsluáætlanir og vinnublöð


AFTUR TIL „ENGAGE EININGAR“